*

Bílar 22. júní 2013

Ráðherrabíll Jóns var einn sá dýrasti

Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra árin 1988-1993 lét ráðuneyti sitt kaupa einn dýrasta ráðherrabíl sem keyptur hefur verið síðustu áratugina.

Jón Sigurðsson var þingmaður Alþýðuflokksins og iðnaðarráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar 1988-1991. Síðar varð hann seðlabankastjóri, bankastjóri Norræna fjárfestingarbankans og stjórnarformaður fjármálaeftirlitsins þegar íslenska bankakerfið féll haustið 2008.

Haustið 1989 lét Jón ráðuneyti sitt kaupa Range Rover Vogue jeppa.

Árið 1981 hóf Land Rover samstarf við tískublaðið Vogue sem var með sérstaka umfjöllunum jeppann og framleidd var sérstök „In Vogue“ útgáfa. Vogue var lengst af dýrastaútgáfan af Range Rover.

Range Rover Jóns kostaði 3,3 milljónir á sínum tíma en jeppinn kostar um 26-28 milljónir í dag. Bíllinn er einn dýrasti ráðherrabíll á Íslandi síðustu áratugina.

Eftir að Jón var skipaður seðlabankastjóri árið 1993 keypti bankinn nýjan Grand Cherokee Limited fyrir Jón. Bílakaupin urðu mjög umdeild eins og nánar er rakið í Bílum, sérblaði Viðskiptablaðsins.

Ítarleg umfjöllun um umtalaða ráðherrabíla er í Bílum, sérblaði Viðskiptablaðsins sem kom út á fimmtudag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.