*

Menning & listir 8. september 2020

Ráðherrann í sýningar 20. september

Rúv sýnir nýja íslensk þáttaröð með Ólaf Darra í aðahlhutverki um forsætisráðherra sem greinist með geðhvarfasýki.

 

Ráðherrann er ný, leikin íslensk þáttaröð í átta hlutum sem hefur göngu sína á RÚV sunnudaginn 20. september, með Ólaf Darra Ólafsson í aðalhlutverki.

Þættirnir eru framleiddir af Sagafilm í samstarfi við RÚV, Cineflix Rights, DR, NRK, SVT, YLE, Lumiere, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Nordisk Film and TV Fund og MEDIA Creative Europe og nýtur endurgreiðslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Saga þáttanna fjallar um að þegar forsætisráðherra greinist með geðhvarfasýki þurfa samstarfsmenn hans að leggja bæði stöðugleika ríkisins og einkalíf sitt að veði til að halda sjúkdómnum leyndum fyrir þjóðinni.

Leikstjórar eru Nanna Kristín Magnúsdóttir og Arnór Pálmi Arnarson, en handritið eftir Birki Blæ Ingólfsson, Björgu Magnúsdóttur og Jónas Margeir Ingólfsson. Aníta Briem, Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson eru í öðrum burðarhlutverkum.

Óvenjuleg nálgun skilar forsætisráðherrastóli

Ráðherrann er saga úr pólitík en líka fjölskyldusaga og frásögn af manni sem áttar sig ekki fyllilega á sjúkdómnum sem hann er með. Benedikt Ríkarðsson er óhefðbundinn stjórnmálamaður, háskólakennari sem kemur eins og stormsveipur inn í íslensk stjórnmál með óvenjulegri nálgun í kosningabaráttu sem skilar honum forsætisráðherrastól.

Eftir að hann tekur við embætti fara einkenni geðhvarfa að koma fram í fari hans og hegðun. Eftir því sem uppátæki ráðherrans verða undarlegri reynist samstarfsmönnum hans og aðstandendum erfiðara að halda veikindum hans leyndum.

Þeir leggja bæði stöðugleika ríkisins og einkalíf sitt að veði til að verja ráðherrann á meðan pólitískir fjandmenn leita leiða til að nýta veikindin sér til framdráttar.

Aðstandendur þáttanna:

 • Handrit: Birkir Blær Ingólfsson, Björg Magnúsdóttir og Jónas Margeir Ingólfsson
 • Leikstjórn: Nanna Kristín Magnúsdóttir og Arnór Pálmi Arnarson
 • Framleiðandi: Anna Vigdís Gísladóttir
 • Yfirframleiðendur: Hilmar Sigurðsson, Kjartan Þór Þórðarson, Þórhallur Gunnarsson, Ólafur Darri Ólafsson
 • Framleiðslustjóri: Birgitta Björnsdóttir
 • Framleiðslufyrirtæki: Sagafilm
 • Kvikmyndataka: Ásgrímur Guðbjartsson
 • Klipping: Gunnar B. Guðbjörnsson og Úlfur Teitur Traustason
 • Leikmynd: Drífa Freyju- Ármannsdóttir
 • Búningahönnuður: Júlíanna Lára Steingrímsdóttir
 • Förðun: Ragna Fossberg
 • Tónlist: Kjartan Holm
 • Hljóðhönnun: Arnþór Örlygsson, Sindri Þór Kárason
 • Leikarar: Ólafur Darri Ólafsson, Aníta Briem, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Oddur Júlíusson, Sigurður Sigurjónsson, Jóel Sæmundsson, Jóhann Sigurðarson, Tinna Hrafnsdóttir, Helgi Björnsson, Baldur Trausti Hreinsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Irena Auður Pétursdóttir, Bryndís Petra Bragadóttir, Eyrún Ósk Jónsdóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Eggert Þ. Rafnsson, Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Randver Þorláksson, Rainn Wilson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Iben Dorner o.fl.