*

Bílar 8. september 2013

Rafbíll kynntur til leiks

Ný útgáfa er komin af rafbílnum Nissan Leaf.

Ný útgáfa af rafbílnum Nissan Leaf var kynnt í BL um síðustu helgi en bíllinn kom fyrst á markað árið 2010.

Bíllinn hefur eingöngu verið framleiddur í Japan þar til nú að framleiðsla fyrir evrópskan markað hefur verið færð til Evrópu.

Yfir 100 mismunandi endurbætur hafa verið gerðar á bílnum, sem meðal annars hafi aukið drægni hans umtalsvert að sögn BL sem er umboðsaðili Nissan á Íslandi. Nú mun vera hægt að aka bílnum um 160 km að jafnaði á einni rafhleðslu. Hægt er að velja um tvær stillingar í bílnum, annars vegar hefðbundna stillingu og síðan ECO-stillingu sem sparar hleðsluna með því að beita ekki fullu átaki þegar tekið er af stað.

Stikkorð: Nissan Leaf