*

Bílar 12. apríl 2020

Rafbíll sem hleður sig sjálfur

Sono Sion rafbíllinn verður búinn sólarrafhlöðum sem hlaða bílinn og veita 30 kílómetra drægni á dag.

Sono Motors var stofnað 2016 og er að þróa Sion, framtíðarlegan rafbíl með innbyggðum sólarrafhlöðum sem gera hefðbundna hleðslu óþarfa.

Fyrirtækið hefur nýtt sér fjöldafjármögnun og náð 50 milljóna evra markinu sem dugar því til að smíða og prófa frumgerðir Sion. Sion er sex sæta bíll (3+3) og á stórum hluta bílsins eru 7,5 fermetrar af sólarrafhlöðum sem sjá 50 kW rafmótor fyrir orku.

Drægnin er 30 kílómetrar á dag og hámarkshraðinn 140 km/klst. Reiknað er með að bíllinn kosti 25.000 evrur og nú þegar hafa 10.000 manns látið taka frá bíl fyrir sig.

Höfuðstöðvar Sono eru í München og hefur fyrirtækið tryggt sér aðstöðu til framleiðslunnar í gömlu SAAB verksmiðjunum í Trollhättan í Svíþjóð.