*

Tölvur & tækni 8. desember 2015

Rafhlöðuhulstur frá Apple fyrir iPhone 6s

Nú hefur Apple gefið út sitt fyrsta rafhlöðuhulstur fyrir snjallsímaflaggskipsvöru sína, iPhone 6s.

Snjallhulstur Apple er gert úr sílikoni og á að sögn fyrirtækisins að geta aukið notkunartíma snjallsímans um 25 klukkustundir ef miðað er við símnotkun og 18 klukkustundir ef miðað er við internetnotkun.

Hulstrið lítur út að mestu eins og önnur hulstur fyrirtækisins, sem koma í öllum regnbogans litum. Þetta er þó sérstakt að því leytinu til að aftan á því liggur eins konar hnúður, sem geymir aukalega rafhlöðu. 

Eldingartengi (e. Lightning connector) situr neðst í hulstrinu sem tengist svo við símann og hleður hann. Aukahluturinn mun svo geta sagt símanum hversu mikil hleðsla er eftir í vararafhlöðunni, sem er nýjung.

Rafhlöðurnar eru fáanlegar á netverslun Apple fyrir litla 99 bandaríkjadali, og eru þá til í hvítum og gráum lit. Netverslunin segir ekki nákvæmlega hversu mikla orku hulstrið hefur að geyma í milliamperaklukkustundum talið.

Ekki lítur út fyrir að iPhone 6s+ útgáfa sé til. Þó er ekki ólíklegt að eigendur iPhone 6 muni geta notað hulstrið, þar eð hönnun símanna er nánast sú sama.

Stikkorð: Apple  • iPhone  • Rafhlaða  • Hulstur
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is