*

Bílar 27. desember 2019

Rafknúinn e-NV200

E-NV200 er atvinnubíll með 200-300km drægni, sem ýmist er hægt að fá sem sendiferða- eða fólksflutningabíl.

Hinn 100% rafknúni e-NV200 er athyglisverður rafknúinn atvinnubíll. Hann er búinn sömu 40 kWh rafhlöðu og Nissan Leaf fólksbíllinn og er gott dæmi um snjalla aflstjórnun. Bíllinn er með 300 km drægni innanbæjar og 200 km drægni í blönduðum akstri samkvæmt WLTP staðlinu.

Hinn 100% rafknúni e-NV200 hefur fína getu og fjölhæfni til að takast á við ýmsar áskoranir atvinnubílsins. Tveir valkostir eru í boði, annars vegar Nissan e-NV200, rafknúinn sendiferðabíll, eða Nissan e-NV200, rafknúinn fólksflutningabíll, sem er annaðhvort 5 eða 7 sæta. Hægt er að setja upp hillur, hólf og sæti eftir þörfum. Mögulegt er að hafa eina eða tvær rennihurðir og hvaða samsetningu sem er af aftur- og hliðargluggum. Farmrýmið er eingöngu 52 cm frá jörðu, svo óháð útfærslu verður alltaf þægilegt að ferma og afferma bílinn.

Stórt innanrými og nett ytra byrði gera það að verkum að e-NV200 býður upp á allt það geymslurými sem þarf í rafknúnum sendiferðabíl. Það eru þrjár leiðir til að hlaða Nissan e-NV200; hraðhleðsla á ferðinni sem nær 80% hleðslu á aðeins 40–60 mínútum, hraðhleðsla á vinnustað eða heima með heimahleðslustöð þar sem fullri hleðslu er náð á 7 klst. og 30 mín. eða endurhleðsla með heimilisinnstungu á u.þ.b. 21 klst. og 30 mín.