*

Bílar 25. september 2020

Rafknúinn Mazda MX-30 forsýndur

Nýr hreinn rafbíll frá japanska bílaframleiðandanum verður frumsýndur hjá Brimborg á morgun laugardag.

Róbert Róbertsson

Japanski bílaframleiðandinn Mazda hefur sett á markað nýjan jeppling MX-30 sem er hreinn rafbíll. Hann verður forsýndur hjá Brimborg á morgun, laugardag.

Nýr Mazda MX-30 er jepplingur með framdrifi og drægni upp að 200 km miðað við blandaðan akstur en allt að 262 km í innanbæjarakstri samkvæmt WLTP staðli. Rafhlaðan skilar bílnum 145 hestöflum. Bíllinn er 9,7 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið og hámarkshraði bílsins er 140 km/klst.  

Nýr Mazda MX-30 er með ríkulegum staðalbúnaði t.a.m bakkmyndavél, forhitun sem tryggir alltaf heitan bíl, vegaleiðsögn, 18“ álfelgum og innbyggðri varmadælu ásamt víðtækri 5 ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.

Við hönnun bílsins lagði Mazda mikla áherslu á að lækka mengunarfótspor rafbílsins allan líftíma bílsins, við framleiðslu, notkun og förgun. Mazda MX-30 kemur í þremur útfræslum, Sky, First Edition og Cosmo.

Forsýningin er í sýningarsal Mazda að Bíldshöfða 8 frá kl. 12-16. Þar verður í boði ráðgjöf við kaup og uppsetningu hleðslustöðva, kynning á ívilnunum sem eru í boði fyrir hleðslustöðvar og fjármögnun þeirra.

Stikkorð: Mazda  • rafbíll  • forsýning