*

Bílar 26. júní 2020

Rafknúinn MG frumsýndur

Fyrsti MG bíllinn verður frumsýndur hér á landi á morgun, laugardag hjá BL við Sævarhöfða en fyrirtækið fékk nýlega umboð fyrir MG.

Fyrsti MG bíllinn verður frumsýndur hér á landi á morgun, laugardag hjá BL við Sævarhöfða en fyrirtækið fékk nýlega umboð fyrir MG.

Um er að ræða vel búinn og rúmgóðan fimm manna rafknúinn jeppling af gerðinni MG ZS EV. Jepplingurinn er með öflugum rafmótor og vatnskældri 44,5kWh rafhlöðu frá CATL sem hægt er að hraðhlaða frá 0-80% á aðeins 40 mínútum. Bíllinn er 8,2 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. og 3,1 sek úr 0-60 km/klst. Meðaldrægi rafhlöðunnar er 263 kílómetrar (WLTP) og hentar bíllinn jafnt til innanbæjaraksturs sem ferðalaga hvert á land sem er. Bíllinn tekur við 85kW DC hraðhleðslu og 6,6 kW AC heimahleðslu.

Jepplingurinn er boðinn í tveimur stöðluðum útfærslum, Comfort og Luxury. Báðar gerðir eru afar vel búnar öllum helsta þæginda- og öryggisbúnaði á borð við samhæft afþreyingarkerfi og tækni til verndar farþegum og gangandi og hjólandi vegfarendum enda hlaut bíllinn háa fyrstu einkunn í prófunum Euro NCAP. Þannig er MG ZS EV m.a. með akreinastýringu og akreinavara, hemlaaðstoð og sjálfvirka radarstýrða neyðarhemlun, stöðugleikastýringu, brekkuaðstoð og dekkjaþrýstingsskynja svo aðeins fátt eitt sé nefnt. MG ZS EV Luxury kemur með stórri Panoramic sóllúgu, bakkmyndavél, rafdrifnum framsætum með hita og PU leðuráklæði ofl. Á frumsýningunni verða reynsluakstursbílar til taks.