*

Bílar 2. júlí 2021

Rafmagnaður flutningabíll frá Mercedes

Drægni eActros, nýs rafflutningabíls frá Mercedes-Benz, er allt að 400 km. en rafhlöðupakkar skila honum 420 kW að afli.

Róbert Róbertsson

Mercedes-Benz hefur kynnt nýjan eActros flutningabíl sem er hreinn rafbíll. Drægni eActros er allt að 400 km en rafhlöðupakkar bílsins skila honum 420 kW að afli. Við hönnun á bílnum hefur verið lögð áhersla á hagkvæmni í rekstri og stafrænar lausnir.

Bíllinn er vel búinn nýjustu tækni og aðstoðarkerfum til að gera aksturinn betri og öruggari. Þar má nefna myndavél í stað spegla og ökumannsklefinn er háþróaður bæði hvað varðar tækni og öryggi. Ný og afar þýð tveggja þrepa sjálfskipting hjálpar e til við að gera aksturinn mjúkan og þægilegan.

Hinn nýi eActros er með fjóra rafhlöðupakka en hver inniheldur 105 kW. Aflið er því sannarlega til staðar fyrir þennan stóra flutningabíl í öllum þeim verkefnum sem fyrir hann er lagt. Það tekur aðeins rétt rúmlega klukkustund að hlaða rafhlöður bílsins úr 20-80%. Hinn nýi eActros fer í framleiðslu í haust í verksmiðjum Mercedes-Benz í Wörth am Rhein í Þýskalandi.

Stikkorð: Mercedes-Benz  • eActros