*

Bílar 28. september 2021

Rafmagnaður pallbíll

Kínverski bílaframleiðandinn SAIC setur á markað pallbíl með 535 kílómetra drægni.

Bílaframleiðandinn SAIC er búinn að setja á markað rafdrifinn pallbíl sem heitir einfaldlega Maxus T90. Maxus T90 rafbíllinn á að geta komist 535 km á rafmagninu samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda.

Að svo stöddu er einungis tvíhjóladrifin útgáfa af bílnum í farvatninu með 88,5 kW rafhlöðu sem skilar 174 hestöflum og togið er 310 Nm. Það er ekkert sérstaklega mikið afl en dregur prýðilega samkvæmt þessum tölum frá Maxus. Pallbíllinn er stór og stæðilegur að sjá með kraftmiklum framenda þar sem risastórt grillið vekur athygli.

Maxus T90 verður í boði fjórhjóladrifinn síðar eftir því sem best er vitað. Bíllinn er afar tæknivæddur og með stórum skjám í innanrýminu. Maxus T90 er þegar kominn í sölu í Kína en er væntanlegur á Evrópumarkað innan skamms.

Fjallað er um málið í fylgiritinu Atvinnubílar. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.