*

Bílar 8. febrúar 2020

Rafmögnuð goðsögn

Mini er einn goðsagnakenndasti bíll sem framleiddur hefur verið og er enn að.

Róbert Róbertsson

Mini rafbíllinn var kynntur formlega á bílasýningunni í Frankfurt í haust og vakti að sjálfsögðu mikla athygli gesta. Goðsögnin Mini Cooper S var bíllinn sem vann hylli bílaunnenda um heim allan á sjöunda áratug síðustu aldrar og talinn er annar áhrifamesti bíll 20. aldarinnar. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar en að mörgu leyti hefur Mini haldið sér í útliti og að vissu leyti í aksturseiginleikum líka. Lítill sportlegur borgarbíll sem er gaman að keyra. Og vekur alls staðar athygli fyrir útlitið.

Ég var kornungur að árum þegar ég heillaðist af Mini í gömlu, góðu myndinni af The Italian Job. Þessi litli spræki og flotti bíll sem flutti gull úr mögnuðu ráni bresks bófagengis á Ítalíu undir stjórn stórleikararns Michael Caine. Svo sá ég endurgerðina sem Hollywood gerði fyrir nokkrum árum með stórleikurum í öllum hlutverkum en aðalstjarnan var sem fyrr Mini. Hann komst allt hversu naumlega það var og gat flutt allt gullið og farið hratt yfir án vandræða.

Fyrsti rafbíll Mini

Hinn nýi Mini Cooper SE er rafknúin útgáfa Mini Cooper S og fyrsti rafbíll Mini. Þessi nýi rafbíll er framdrifinn, þriggja dyra borgarbíll með 184 hestafla rafmótor sem skilar honum á rúmum sjö sekúndum úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Rafhlaðan er 33 kW sem skilar 270 Nm togi og er drægi bílsins um 233 km samkvæmt mælistaðlinum WLTP.

Hinn nýi Mini Cooper SE nýtur fjölmargra tæknilausna og reynslu frá móðurfyrirtækinu BMW. Hann er þriggja dyra borgarbíll í ætt við sígildu goðsögnina. Mini er framdrifinn eins og goðsögnin. Ný rafbíllinn er með 184 hestafla rafmótor og 33 kW rafhlöðu og hámarkshraðinn um 150 km/klst. Hröðun úr kyrrstöðu í 100 km/klst. er um 7 sekúndur og drægni rafhlöðunnar um 230 km samkvæmt WLTP staðli. Það ætti að nægja flestum í borgarumferðinni þar sem hann nýtur sín best enda nettur og kemst allt. Og ætti raunar að duga að skjótast styttri bíltúra út fyrir bæinn og til baka.

Nánar er fjallað um málið í fylgiritinu Bílar. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér