*

Bílar 13. maí 2017

Rafmögnuð hjón

Jóhann G. Ólafsson og Hulda Mjöll Þorleifsdóttir eru mikið áhugafólk um rafbíla. Jóhann ekur um á Teslu Model S, Hulda Mjöll á Mitsubishi i-MiEV.

Róbert Róbertsson

Til að fjármagna kaupin á Teslunni seldu þau íbúð sína í Reykjavík og keyptu ódýrara einbýli á Selfossi.

Þegar Jóhann er spurður út í kaupin glottir hann. „Það var engin Tesla án Selfoss og enginn Selfoss án Teslu,“ segir Jóhann og á við að það hafi ekki komið til greina að keyra á milli á öðru en Teslu.

Jóhann hefur lengi haft áhuga á rafmagnsbílum og hafði fylgst með Tesla Motors frá því að Model S var fyrst sýndur sem hugmyndabíll, þó svo að áhuginn hafi kviknað mun fyrr. „Eftir að við reynsluókum Tesla Model S varð ekki aftur snúið, við settumst niður og byrjuðum Excel-æfingarnar. Það er ekki auðvelt að réttlæta það að kaupa svona dýran bíl.“

Íbúðin sett á sölu til að fjármagna kaupin

Ákvörðun um að kaupa Tesluna var tekin um sumarið og íbúðin sett á sölu og farið að skoða hús á Selfossi. Komið var að því að yngri dóttir þeirra byrjaði í skóla og þeim þótti skynsamlegast að láta hana ekki skipta um skóla á miðjum vetri svo tímamörk voru sett, það skyldi flutt til Selfoss þá um haustið. Þetta gekk eftir og byrjuðu dætur þeirra skólavist í Sunnulækjarskóla þegar hann hófst í ágúst. Ekki var von á að fá afhent á Selfossi fyrr en um miðjan október og voru Hulda og dæturnar því virka daga hjá foreldrum Jóhanns á Selfossi en Jó­hann í íbúðinni í Reykjavík. Um helgar sameinaðist fjölskyldan í íbúðinni í Reykjavík sem afhenda átti í byrjun nóvember.

Á þessum tíma fékkst Teslan bara afturhjóladrifin og Jóhanni fannst, þrátt fyrir góða dóma á vetrarhæfni bílsins frá Noregi, að bíllinn þyrfti að vera fjórhjóladrifinn. Þau biðu því með að panta bílinn í von um að fjórhjóladrif yrði í boði fljótlega. Um miðjan september var þolinmæð­ in á þrotum og þau létu slag standa, bíllinn var pantaður og útborgun greidd.

Nánar er fjallað um málið í Bílum, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Bílar  • Tesla