*

Bílar 30. október 2021

Rafsendibílar á leiðinni

Opel er að fara með sinn fyrsta rafsendibíl á markað sem verður með 116-224 km drægni.

Þýski bílaframleiðandinn Opel er að koma fram með nýjan rafsendibíl sem kemur á markað seinna á árinu. Sá ber heitið Movano-e og er af stærri gerðinni. Hann verður í boði með bæði 37 og 70 kW rafhlöðum sem munu skila 116 til 224 km drægni. 

Movano-e verður með framhjóladrifi og mun rafhlaðan skila 121 hestöflum til framhjólanna. Burðargeta Movano-e er 2.100 kg en hann verður bæði í boði sem sendibíll og einnig sem 7 sæta farþegabíll. Þetta er fyrsti rafsendibíll þýska bílaframleiðandans frá Russelsheim. 

Þá mun franskur ættingi Opel Movano-e vera á leiðinni en sá heitir Peugeot e-Boxe. Hann verður með sama undirvagni og Movano-e og kemur einnig á markað síðar á þessu ári. Annar franskur rafsendibíll mun einnig líta dagsins ljós í sömu útfærslu en það er Citroen e-Relay. Það eru því spennandi tímar í rafknúnum sendibílum og greinilega nóg um að vera.

Nánar er fjallað um málið í fylgiritinu Atvinnubílar. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Stikkorð: Opel  • Peugeot e-Boxe  • Citroen e-Relay  • Movenao-e  • Russelsheim