*

Menning & listir 19. september 2014

Ragnar lofsamaður í New York Times

Sex tíma upptaka af tónleikagjörningi Ragnars Kjartanssonar og The National fær góða dóma í New York Times.

Myndbandsverk myndlistarmannsins Ragnars Kjartanssonar „A Lot of Sorrow“ er til sýningar í Luhring Augustine galleríinu í New York um þessar mundir. Það byggist á upptöku á samnefndum gjörningi Ragnars sem fluttur var í MoMA PS1 listasafninu í sömu borg en í honum fékk hann bandarísku rokksveitina The National til að flytja lag sitt Sorrow í sex tíma samfleytt. 

Í dómi um sýninguna sem birtist í New York Times í dag segir gagnrýnandi blaðsins, Roberta Smith, að Ragnar og The National hafi gert frábært verk sem er í senn mínimalískt og ótrúlega yfirgripsmikið. Þá segir hún verkið bæði hljóma og líta vel út í salarkynnum gallerísins og að þegar hún hafi yfirgefið það þurfti hún að minna sjálfa sig á að hún hafi í raun ekki verið stödd á raunverulegum tónleikum heldur aðeins séð upptöku.