*

Bílar 16. júlí 2018

RAM pallbílar koma sterkir inn

Íslensk-Bandaríska ehf. hefur hafið innflutning á RAM beint frá framleiðandanum.

RAM pallbílarnir hafa fyrir löngu sannað gildi sitt á Íslandi fyrir áreiðanleika og í lok síðasta árs hóf Íslensk-bandaríska ehf. (ÍsBand) innflutning á RAM beint frá framleiðandanum. Ís-Band er umboðsaðili RAM á Íslandi og er með sýningarsal í Þverholti 6 í Mosfellsbæ og þjónustuverkstæði og varahlutaverslun að Smiðshöfða 5 í Reykjavík. Ís-Band er eini söluaðili RAM í Evrópu sem býður upp á verksmiðjuábyrgð á RAM þar sem fyrirtækið er með samning við FCA í Evrópu og Bandaríkjunum.

Ís-Band flytur inn RAM 3500 í SLT, Laramie og Limited útgáfum. Á næsta ári mun svo hefjast innflutningur á RAM 1500. RAM 3500 henta bæði við leik og störf enda bílarnir afar öflugir og vel útbúnir og fást með innréttingum sem eru á við bestu lúxusbíla. RAM 3500 henta vel til breytinga og býður ÍsBand upp á 37“ og 40“ breytta RAM 3500 í samstarfi við AEV í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig eingöngu í breytingum á RAM og JEEP Wrangler. Ís-Band er umboðsaðili fyrir AEV og flytur inn breytingarsett fyrir RAM og verkstæði ÍsBand sér svo um breytingarnar.

Sérstaða RAM umfram samkeppnisaðilana eru valmöguleikar á loftpúðafjöðrun og RAM boxum sem eru farangurshólf aðgengileg utan á hliðum skúffunnar og henta vel fyrir verkfæri, veiðidót og innkaupapokana. Þau læsast með öðrum hurðum bílsins. RAM er svo með hinni margreyndu og endingargóðu Cummings dísilvél og í boði er mjög góð sjálfskipting sem talin er ein sú besta á markaðnum.

Fiat atvinnubílar í mörgum stærðum

Ís-Band hóf nýverið að flytja inn atvinnubíla frá Fiat. Fiat Professional atvinnubílalínan er mjög vinsæl í Evrópu. Bílarnir eru í mörgum stærðum og útgáfum. Grunngerðirnar eru Fiorino, Dobló, Talento og Ducato. Dobló, Talento og Ducato eru bæði til sem sendibílar og fólksflutningabílar. Fiat Professional bílarnir eru einu atvinnubílarnir með fimm ára verksmiðjuábyrgð. Ducato er hægt að fá í ýmsum lengdum og hæðum ásamt því að vera til sem pallbíll, flokkabíll, kassabíll og í nánast öllum útfærslum sem hægt er að hugsa sér.

Nánar er fjallað um málið í Atvinnubílar, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

Stikkorð: bílar  • Dodge  • íslensk-bandaríska