*

Veiði 11. nóvember 2012

Rándýr veiðistöng

Bambusstangir eru algjört listaverk en hátt verð tryggir ekki aukinn fjölda veiddra fiska.

Góð fluguveiðistöng getur verið virði þyngdar sinnar í gulli, en í hugum flestra er það vegna þess að hún eykur líkur á því að fiskurinn endi uppi á landi en ekki vegna fagurfræðilegra eiginleika stangarinnar.

Bambusstangirnar frá Oyster Bamboo í Georgíu í Bandaríkjunum eru hins vegar alger listaverk, enda handsmíðaðar og prýddar með brons- og silfurskrauti. Þær eru aftur móti ekki fyrir alla, enda kostar slík stöng um 580.000 krónur.

Stikkorð: Veiði  • Oyster Bamboo