*

Matur og vín 3. nóvember 2012

Rándýrt 57 ára gamalt viskí

Aðeins tólf flöskur eru til af viskíinu og mun söluandvirðið renna til fimm góðgerðafélaga.

Enn eitt uppboðið á rándýru skosku viskíi hefur komist í fréttirnar, en nú eru það tvær flöskur af Islay Single Malt viskí sem á að selja.

Viskíið var sett á tunnu árið 1957 og er búist við að flöskurnar fari á um 160.000 dali, eða um 20,4 milljónir króna hvor flaska.

Þýðir það að hver einfaldur af þessari guðaveig mun kosta ríflega 600.000 krónur. Viskíið var 43 ár í tunnu úr kirsuberjaviði en árið 2000 var það flutt yfir í tunnu sem áður hafði geymt bourbon viskí.

Það var svo sett á flöskur í fyrra, en aðeins tólf flöskur eru til af viskíinu. Söluandvirðið mun renna til fimm skoskra góðgerðafélaga.

Stikkorð: Viskí