*

Bílar 24. apríl 2012

Range Rover Evoque hannaður af Victoriu Beckham

Sérstök útgáfa af Evoque var sýnd á bílasýningunni í Peking sem nú stendur yfir.

Breski bílaframleiðandinn Land Rover kynnti sérstaka útgáfu af Range Rover Evoque jeppanum á bílasýningunni í Peking í gær.

Kryddpían Victoria Beckham kom að hönnun bílsins. Hún segist hafa skoðað snekkjur, lúxusbíla og einkaþotur þegar hún var að velta fyrir sér vali á efnum í innréttingu. Beckham hjónin bjuggu í Kaliforníu um tíma og þaðan kom hugmyndin að saumunum í sætunum, sem eru eins saumarnir í hafnabolta.

Hér má sjá myndir frá bílasýningunni í Peking og myndband frá Land Rover.

Bíllinn er sportlegri en venjulegur Evoque.

Bíllinn vakti mikla athygli áhorfenda.

Sætin eru með eins saumum og hafnaboltar.

Gott pláss er fyrir tvo í aftursætinu.