*

Bílar 24. júní 2013

Range Rover í uppáhaldi hjá Heimi

Heimir Bergmann, fasteignasali hjá Höfuðborg, segir Range Rover Sport stórglæsilegan.

„Uppáhaldsbíllinn minn er Range Rover Sport og ég er með einmitt einn slíkan. Þetta er mjög flottur og afbragðsgóður lúxusjeppi sem er með sérlega góða aksturseiginleika. Nú er kominn nýr og stórglæsilegur Range Rover og hann er að sjálfsögðu draumabíllinn minn.“

Í Bílum, sérblaði sem fylgdi nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins, er rætt við nokkra einstaklinga sem lýsa draumabílnum sínum. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Stikkorð: Heimir Bergmann