*

Sport & peningar 4. ágúst 2012

Rangers í útlegð

Skoska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefst í dag án annars af sigursælustu liðum deildarinnar til fjölda ára.

Guðni Rúnar Gíslason

Glasgow Rangers og Glasgow Celtics hafa verið turnarnir tveir í keppninni um skoska deildartitilinn undanfarna áratugi. Síðast þegar annað lið hampaði titlinum var árið 1985 þegar titillinn endaði hjá Aberdeen. Samtals hefur Rangers unnið skosku deildina 54 sinnum en eftir gjaldþrot og fjárhagslega endurskipulagningu félagsins þurfa aðstandendur Rangers nú að sætta sig við að hefja leik í þriðju deild skoska boltans, sem er sú fjórða efsta þar í landi. Síðasta sunnudag fengu stuðningsmenn Rangers forsmekk af því sem koma skal hjá liðinu. Þeir mættu liðinu Brechin á útivelli í skosku bikarkepppninni. Þrátt fyrir að vera með sex landsliðsmenn í sínum röðum tókst Rangers ekki að tryggja sér sigur fyrr en í framlengingu en leikurinn fór 2-1 að lokum fyrir Rangers.

Gjaldþrot og fjárhagslegendurskipulagning
Ástæðan fyrir því að Rangers mun ekki hefja leik í efstu deild á laugardaginn kemur er að félagið var tekið til gjaldþrotaskipta fyrr á þessu ári. Eigendaskipti árið 2011 virðast hafa á endanum leitt til þess að félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Félagið skuldaði í sumar bæði erlendum félögum greiðslur vegna eldri  félagsskipta auk þess sem skatta- og tollayfirvöld í Skotlandi vildu fá sínar greiðslur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.
Stikkorð: Glasgow Rangers