*

Hitt og þetta 13. september 2004

Ráðstefna um Markaðssetningu á Netinu

Hugbúnaðarfyrirtækið Íslensk fyrirtæki ehf. (e.c. Software), bjóða í samvinnu við Microsoft, Útflutningsráð Íslands og ÍMARK, til ráðstefnu um markaðssetningu á Netinu. Ráðstefnan er ætluð öllum þeim sem koma að rekstri vefsetra með einum eða öðrum hætti.

Ráðstefnan er fyrir þá sem vilja skapa verðmæti með margþættum innlendum viðskiptum eða í alþjóðaumhverfi á Netinu. Einnig ef fólk vill auka framleiðni sína, bæta þjónustu og nýta sérr Netið til fullnustu. Ráðstefnan verður í Smáralind, 8. október 2004. Nánar um hana í dálknum Á döfinni á Viðskiptavefnum.

Heimsþekktir fyrirlesarar taka þátt -- fólk sem hafa skapað sér virðingu fyrir þekkingu sína á möguleikum Netsins til markaðssetningar og beinnar sölu á vörum og þjónustu. Fyrirlesarar eru m.a.

Chris Sherman: aðstoðarritstjóri searchenginewatch.com, og einn af helstu skipuleggjendum Search Engine Strategies, ráðstefna um markaðssetningu á Netinu um víða veröld.

Shari Thurow: markaðs- og vefstjóri Grantastic Designs Inc, sérfræðingur í uppbyggingu vefja fyrir leitarvélar. Hún mun m.a. fjalla um leitarvélavæna vefhönnun og vefi í kviku umhverfi (dynamic).

Michael Holland: framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Microsoft á Norðurlöndum. Hann mun ræða árangur og framtíðarsýn Microsoft við miðlun upplýsinga á Netinu, markaðssókn á þeim vettvangi ásamt því að ræða leitarvélar. Microsoft ætlar sér veigamikla hluti á þeim markaði í nánustu framtíð.