*

Jólin 29. nóvember 2017

Rauður hátíðarliturinn í ár

Rauður hefur verið áberandi í haust og vetur.

Tískuvikurnar eru nú yfirstaðnar bæði í nágrannaborgum okkar, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi sem og stóru tískuborgunum á borð við London og New York. Sá litur sem var án efa hvað mest áberandi þegar á heildina er litið var rauður. Mátti einnig sjá hann víða þegar litið var yfir götutískunameðan á viðburðunum stóð. Tískurisarnir og verslanir bregðast hratt við og eins og sjá má í samantekt Eftir vinnu verður rautt afar áberandi í fatnaði, skóm, töskum, snyrtivörum og fleiru þennan veturinn.

Rauður er einnig sá litur sem er hvað mest áberandi núna fyrir hátíðarnar en það er fátt skemmtilegra en að breyta aðeins til klæða sig upp í aðventunni.

Hárautt Chanel naglalakk í klassískum rauðum jólalit.

 

Sjá nánar: http://www.vb.is/tolublod/files/1681/