*

Tölvur & tækni 31. ágúst 2013

Raunveruleg ógn af tölvuhryðjuverkum

Eftirlitsaðilar í Bretlandi skoða nú hversu vel bankar þar í landi eru í stakk búnir til að takast á við tölvuhryðjuverk.

Yfirvöld í Bretlandi eru um þessar mundir að skoða hversu vel bankar þar í landi geta brugðist við árásum tölvuþrjóta og –hryðjuverkamanna.

Þar er um að ræða starfsmenn fjármálaráðuneytisins og Bank of England, seðlabanka Evrópu, sem eru meðal annars að fara yfir hversu vel tölvukerfi þeirra eru útbúin til að verjast því að þjófar steli upplýsingum um viðskiptavini þeirra. 

Starfsmenn breska fjármálaráðuneytisins segja við fréttavefinn Telegraph að svokölluð tölvuálagspróf séu að verða jafn mikilvæg og önnur álagspróf sem eftirlitsaðilar gera. Þeir bankar sem eru með veikar varnir fá þá fyrirskipanir um að styrkja þær. 

George Osborne, fjármálaráðherra, sagði í júlí síðastliðnum að Bretum stafaði raunveruleg ógn af tölvuhryðjuverkamönnum og ógnin yrði sífellt meiri.