*

Bílar 24. febrúar 2016

RAV4 í Hybrid útfærslu

Jepplingurinn er nú bæði til sem framhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn í Hybrid útfærslu.

Japanski bílaframleiðandinn Toyota er frumkvöðull í Hybrid bílum og því kemur líklega ekki á óvart að RAV4 jepplingurinn er nú kominn í Hybrid útfærslu. Bíllinn er í boði bæði framhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn í þessari útfærslu.

Þetta er því fyrsti fjórhjóladrifna bifreiðin frá Toyota með Hybrid tækninni þó löng reynsla sé af fjórhóladrifnum Hybrid Lexus. Toyota og Lexus hafa nú selt meira en 8 milljónir Hybrid bíla frá því þessi tækni vær fyrst kynnt fyrir tæpum 20 árum í Prius 1997.

Vörulínan í RAV4 hefur breikkað mikið en RAV4 fæst fjórhjóladrifinn með venjulegri bensínvél og framhjóladrifinn með dísilvél. Vinsældir jepplinga hafa aukist mikið. Margir kaupenda eru ekki endilega mikið í vetrarferðalögum og horfa jafnvel frekar til framhjóladrifins jepplings í stað fjórhjóladrifins. Þeir eru bæði ódýrari og eyðslugrennri. Því hafa bílaframleiðendur margir sett framhjóladrifna jepplinga í auknum mæli á markað. Í þeirri deild er RAV4 Hybrid allgóður kostur enda sérlega sprækur með sín tæplega 200 hestöfl. 

Stikkorð: Toyota