*

Bílar 18. september 2020

RAV4 stungið í samband

Toyota frumsýnir á morgun fyrsta tengitvinnbíl sinn, sportjeppan RAV4, sem einnig verður í boði sem hefðbundinn bensínbíll.

Róbert Róbertsson

Fyrsti tengiltvinnbíll Toyota verður frumsýndur á laugardag. Um er að ræða sportjeppann RAV4 Plug-in Hybrid. Með þessari nýjustu útfærslu er hægt að stinga RAV4 í samband og útkoman er bíll sem sameinar kosti rafmagnsbíls og sparneytins Hybridbíls. RAV4 verður áfram í boði í Hybridútfærslu og sem hefðbundinn bensínbíll.

Öflugur búnaður RAV4 Plug-in Hybrid tryggir að hann er hreinræktaður rafmagnsbíll með allt að 75 km drægi og 135 km/klst. hámarkshraða á rafmagni eingöngu án þess að bensínvélin komi nokkuð við sögu. Sem rafmagnsbíll dugar hann því vel í allri venjulegri notkun innanbæjar. Hleðslutími með heimahleðslustöð er aðeins 2,5 klukkustundir.

Velja má um akstur á rafmagni eingöngu eða að nota sameiginlegt afl frá bensínvél og rafhleðslu. Þannig verður RAV4 Plug-in Hybrid að sannkölluðum sportjeppa því samanlagt afl frá bensínvél og rafmagni er 306 hestöfl og bíllinn er aðeins 6 sekúndur að ná 100 km hraða.

RAV4 Plug-in Hybrid fæst í þremur útfærslum, GX, Style og Style+ og kostar frá 8.550.000 kr. Öllum Toyota bílum fylgir 7 ára ábyrgð og tveggja ára þjónustupakki. Viðurkenndir söluaðilar Toyota bjóða til frumsýningar á RAV4 Plug-in Hybrid á laugardag. Opið er hjá Toyota í Kauptúni og á Akureyri frá kl. 10 - 16 en frá kl. 12 - 16 á Selfossi og í Reykjanesbæ.

Stikkorð: rafmagnsbíll  • tengitvinnbíll  • RAV4  • Toytoa  • bensínbíll