*

Sport & peningar 16. júlí 2014

Real Madrid er verðmætasta liðið

Bandaríska tímaritið Forbes hefur tekið saman lista yfir verðmætustu íþróttafélög í heimi.

Spænska knattspyrnufélagið Real Madrid er verðmætasta íþróttalið í heimi, samkvæmt útreikningum bandaríska tímaritsins Forbes og trónir efst á lista blaðsins. Liðið er metið á jafnvirði 3,44 milljarða dala eða sem nemur rétt tæpum 400 milljörðum íslenskra króna. Börsungar verma annað sæti listan en félagið er metið á 3,2 milljarða dala. Breska úrvalsdeildarlið Manchester United situr svo í þriðja sætinu. 

Verðmætið er reiknað út frá eiginfjárstöðu klúbbsins, skuldastöðu hans og verðmæti samninga.

Svona lítur listinn út yfir tíu verðmætustu íþróttaliðin:

  1. Real Madrid
  2. Barcelona
  3. Manchester United
  4. New York Yankees
  5. Dallas Cowboys
  6. Los Angeles Dodgers
  7. Bayern Munchen
  8. New England Patriots
  9. Washington Redskins
  10. New York Giants
Stikkorð: Knattspyrna  • Barcelona  • Real Madrid