*

Sport & peningar 20. febrúar 2011

Real Madrid ríkasta liðið

Real Madrid er ríkasta knattspyrnulið heims, samkvæmt úttekt Deloitte á tímabilinu 2009-10.

Real Madrid er ríkasta knattspyrnulið heims, samkvæmt úttekt Deloitte á tímabilinu 2009-10. Er það 6. árið í röð sem spænska stórveldið mælist ríkast.

Á eftir Real koma erkifjendur þeirra í Barcelona, og þar á eftir Manchester United. Listi Deloitte nær til 20 stærstu klúbba heims. Hástökkvari ársins er Manchester City sem stekkur í 11. sæti úr því 20.

Tíu ríkustu liðin samkvæmt úttekt Deloitte:

  • 1. Real Madrid: 438.6 milljónir evra
  • 2. Barcelona: 398.1 milljón evra
  • 3. Man Utd: 349.8 milljónir evra
  • 4. Bayern Munich: 323 milljónir evra
  • 5. Arsenal: 274.1 milljón evra
  • 6. Chelsea: 255.9 milljónir evra
  • 7. AC Milan: 235.8. milljónir evra
  • 8. Liverpool: 225.3 milljónir evra
  • 9. Inter Milan 224.8 milljónir evra
  • 10. Juventus: 205 milljónir evra
Stikkorð: Fótbolti  • Real Madrid