*

Sport & peningar 24. janúar 2013

Real Madrid tekjuhæsta knattspyrnufélag heims

Tekjur Real Madrid námu 85,9 milljörðum króna á síðasta leiktímabili.

Spænska knattspyrnufélagið Real Madrid var tekjuhæsta knattspyrnufélag heims áttunda árið í röð, að því er segir í frétt BBC. Tekjur Real Madrid í fyrra fóru í fyrsta skipti yfir 500 milljónir evra, andvirði um 85,9 milljörðum króna. Deloitte tekur tölurnar saman, en byggt er á upplýsingum fyrir tímabilið 2011-2012.

Í næstu sætum á eftir Real eru Barcelona, Manchester United, Bayern Munchen og Chelsea. Tekjur Chelsea hækkuðu töluvert vegna þess að félagið vann meistarakeppni Evrópu og ensku bikarkeppnina. Manchester City var hástökkvari ársins, en félagið fór úr tólfta sæti í það sjöunda þökk sé sigri í deildarkeppninni og umdeildum samningi við styrktaraðilann Etihad Airways.

Arsenal datt úr fimmta sæti í það sjötta vegna velgengni Chelsea, en tekjur Arsenal jukust samt sem áður um 40 milljónir evra milli ára.

Stikkorð: Manchester United  • Barcelona  • Real Madrid  • Bayern Munchen  • Chelsea  • Arsenal