*

Sport & peningar 22. janúar 2015

Real Madrid tekjuhæsti klúbburinn

Manchester United fer úr fjórða sæti listans upp í annað sæti.

Deloitte hefur tekið saman lista yfir tekjuhæstu knattspyrnufélög heims þar sem stuðst er við tekjur félaganna á keppnistímabilinu 2013-14.

Real Madrid er í efsta sæti listans tíunda árið í röð með tekjur upp á næstum 550 milljónir evra, en fjárhæðin samsvarar um 85 milljörðum íslenskra króna. Þá situr Manchester United í öðru sæti listans, en félagið var í fjórða sæti á síðasta ári. Í þriðja sæti situr Bayern Munchen.

Ensk knattspyrnufélög eru mest áberandi á listanum og verma fimm sæti. Þá eru tvö spænsk félög á listanum, en Ítalía, Þýskaland og Frakkland eiga svo einn fulltrúa hvert.

Tekjuhæstu knattspyrnufélög heims 2013-14

1. Real Madrid - 549,5 milljónir evra
2. Manchester United - 518 milljónir evra
3. Bayern Munchen - 487,5 milljónir evra
4. Barcelona - 484,6 milljónir evra
5. Paris Saint Germain - 474,2 milljónir evra
6. Manchester City - 414,4 milljónir evra
7. Chelsea - 387,9 milljónir evra
8. Arsenal - 359,3 milljónir evra
9. Liverpool - 305,9 milljónir evra
10. Juventus - 279,4 milljónir evra

Stikkorð: Knattspyrna  • Real Madrid