*

Menning & listir 2. desember 2016

Red Hot Chili Peppers til Íslands

Red Hot Chili Peppers troða upp í Nýju-Laugardalshöllinni þann 31. júlí.

Red Hot Chili Peppers tilkynna hér með um komu sína til Íslands og ætla sér að halda veglega tónleika í Nýju-Laugardalshöll þann 31. júlí. Íslensk hljómsveit mun sjá um upphitun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu.

„Þegar ellefta breiðskífa sveitarinnar, The Getaway, kom út fór hún rakleiðis á topp vinsældarlista víða um heim. Drengirnir, sem fyrir fjórum árum voru innlimaðir í Frægðarhöll rokksins, Rock and Roll Hall of Fame, leyfðu aðdáendum að bíða í ofvæni eftir plötunni og þegar hún kom fyrst út skaust hún beint á toppinn á sölulista Billboard yfir breiðskífur og í annað sæti á Billboard Top 200.  The Gateway er 10. plata Grammy-verðlaunahafanna og sú þriðja sem nær öðru sæti á Top 200 listanum. Platan náði fyrsta sæti á sölulistum í Ástralíu, Belgíu, Hollandi og Nýja-Sjálandi og öðru sæti í Bretlandi og Þýskalandi,“ segir í tilkynningunni.

Miðasala á tónleikana hefst þann 15. desember á Miði.is.

Stikkorð: Ísland  • Laugardalshöll  • koma  • Red Hot Chili Peppers