*

Sport & peningar 10. apríl 2016

Refirnir hans Ranieri

Í fyrra vermdi Leicester City botn ensku úrvalsdeildarinnar. Einungis ári síðar er liðið hársbreidd frá því að verða enskur meistari.

Alexander Freyr Einarsso

Þeir sem trúðu því raunverulega síðasta haust að Leicester myndi standa uppi sem Englandsmeistari hefðu sjálfsagt verið lagðir inn á næsta geðveikrahæli, enda settu margir veðbankar stuðulinn 5000/1 á að slíkt myndi gerast. Ekki var búist við miklu af Ranieri, sem tók við liðinu eftir að hafa hrökklast úr starfi landsliðsþjálfara Grikklands þar sem árangurinn var skelfilegur.

Í raun hafði honum ekki gengið neitt sérstaklega vel sem þjálfara frá því að honum var sparkað frá Chelsea til að rýma fyrir „hinum sérstaka“ Jose Mourinho. Ranieri hefur því sjálfsagt glott við tönn þegar Mourinho var látinn taka pokann sinn hjá Chelsea eftir hörmulegt tímabil á meðan „refirnir“ hans heilluðu heimsbyggðina með hverjum ótrúlegum sigrinum á fætur öðrum.

Það ótrúlegasta við þetta góða gengi er að Leicester hefur alls ekki verið að spreða háum fjárhæðum í leikmenn. Á meðan stórlið deildarinnar eyddu samtals hundruðum milljóna punda í liðsstyrk hefur Leicester að miklu leyti spilað á sömu mönnum og voru hjá liðinu í fyrra. Þeir sem voru keyptir síðasta sumar myndu síðan aldrei teljast dýrir á mælikvarða fótboltans.

Kaup Leicester og andstæðinga Samkvæmt félagaskiptasíð­ unni Transfermarkt er virði 23-manna leikmannahóps Leicester 95 milljónir punda. Það er minna heldur en Manchester City eyddi í tvo leikmenn, þá Kevin De Bruyne og Raheem Sterling, í sumar.

Dýrustu kaup Leicester í sumar voru þeir Shinji Okazaki (frá Mainz fyrir 8,25 m punda), og N‘Golo Kanté (frá Caen fyrir 6,75 m punda). Þar á eftir komu þeir Gökhan Inler og Yohan Benalouane fyrir rúmar 5 milljónir punda og kaupin á Morgan Schneiderlin, Memphis Depay, Matteo Darmian og Bastian Schweinsteiger kostuðu félagið samtals 109,5 milljónir punda, en þess ber þó að geta að Angel Di Maria var seldur til frönsku meistaranna í PSG á 47,5 milljónir punda.

Leikmannahópur Manchester United er metinn á 311 milljónir. Aðrir mótherjar voru talsvert hóflegri í eyðslunni. Arsenal keypti einungis Petr Cech um sumarið á 10,5 milljónir punda frá Chelsea og bætti svo við Mohamed Elneny frá Basel í janúar fyrir 9 milljónir punda. Arsenal á hins vegar marga verð­ mæta leikmenn í sínum röðum og er hópur liðsins metinn á 330 milljónir punda.

Tottenham, sem er í raun eina liðið sem getur komið í veg fyrir að Leicester vinni deildina, fór einnig vel með peningana í sumar. Félagið er 12 milljónir punda í plús þrátt fyrir að hafa keypt leikmenn á borð við Heung-Min Son (22,5 m punda), Toby Alderweireld (12 m punda) og Clinton N‘Jie (10,6 m punda). Þar spilar sala á leikmönnum á borð við Roberto Soldado, Andros Townsend og Paulinho stórt hlutverk.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Leicester  • Íþróttir  • Sport og peningar  • Erlent