*

Sport & peningar 26. maí 2014

Refsað fyrir eigin velgengni

Lítið lið frá bænum Eibar í Baskalandi gæti þurft að hætta í annarri deild sökum hás kostnaðar

Þetta gæti verið besti tíminn í sögu fótboltaliðsins SD Eibar sem var í sumar hækkað fá annarri deild B upp í aðra deild. Þetta litla lið frá 27.000 manna bæ er með minnsta völlinn, minnstu meðalmætingu á leiki og minnsta fjárhaginn (í kringum 3,5 milljónir evra) í deildinni. Hins vegar er liðið á toppnum í augnablikinu og í hverri viku verður fyrstu deildar leikur líklegri. Þetta er eins konar kraftaverk.

Ólíkt mörgum öðrum liðum hefur SD Eibar ekki átt í fjárhagserfiðleikum. Þeir eyða aldrei umfram fjárhagsáætlun og það er alltaf peningur eftir hjá liðinu. En nú er liðið í miklum fjárhagserfiðleikum vegna þess að samkvæmt lögunum Real Decreto 1251/1999 þarf hvert lið í atvinnufótbolta að eiga eignir upp á 25 prósent af meðalkostnaði útgjalda allra liða í annarri deild, fyrir utan tvö liðin með hæstu og lægstu útgjöldin í deildinni. Í ljósi þessara laga þarf liðinu, sem í augnablikinu á 422.253 evrur skuldlaust, einhvern veginn að takast að safna 1.724.272 milljónum evra í viðbót á næstu sex mánuðum.  Ef þeir ná því ekki getur verið að þeir verði lækkaðir aftur niður í aðra deild B. Að venju eru þessi lög notuð sem leið til að tryggja áframhaldandi gang félaganna en í tilfelli Eibar gæti þetta gjörsamlega eyðilagt fjárhagsstöðu félagsins.

Það er í raun verið að refsa félaginu fyrir að vera lítið lið sem hefur vel reikið með lág útgjöld fyrir að hafa gert þau „mistök“ að komast inn í deild sem þeir höfðu ekki keppt í í fimm ár. Hlutasala mun hefjast í ágúst til þess að hjálpa við fjármögnun, en í ljósi stærðar Eibar og aldur og fjárhagstöðu íbúa er liðið ekki bjartsýnnt á að ná að safna lágmarksupphæðinni. Eina raunhæfa lausnin virðist vera að fá fjárfesta inn sem gæti þó þýtt að þeir sem kæra sig mest um velferð liðsins muni þurfa að sleppa hendi af stjórninni. 

Stikkorð: Spánn  • Fótbolti  • Spánn  • Eibar