*

Heilsa 1. desember 2012

Regla að taka ekki lyftuna

Kristján Þór Júlíusson notar ýmsar aðferðir til þess að halda sér í formi.

„Ég reyni helst að ganga og fer í Kjarnaskóg ef tækifæri gefst sem er útivistarparadís,“ segir Kristján Þór Júlíusson alþingismaður um hreyfingu sína í norðlenska loftinu en Kristján ferðast mikið á milli Reykjavíkur og Akureyrar.

„Ég hef tekið þetta í skorpum og fer þá í ræktina í tækjasal. Eina reglan er þó að hætta að taka lyftuna upp á 5.hæð.“

Stikkorð: Hreyfingin