*

Sport & peningar 11. mars 2013

Reiðhjól sem kostar milljónir króna

Ef þú vilt frekar hjóla en keyra og þér er annt um útganginn á þér þá er þetta hjólið fyrir þig.

Í tilefni af fimmtíu ára afmæli bílaframleiðandans Lamborghini var ákveðið að búa til móður allra reiðhjóla. Hjólið gæti þó reynst dýrt fyrir venjulegan og heiðarlegan hjólreiðamann en það kostar rúmlega fjórar milljónir íslenskra króna.

Lamborghini og svissneski reiðhjólaframeiðandinn BMC framleiddu hjólið í samstarfi og er útkoman blanda af fallegri ítalskri hönnun með nýjustu tækni í kolefnistrefjum.

Aðeins fimmtíu hjól verða framleidd og verður að sérpanta hvert hjól annað hvort í gegnum BMC eða í næsta Lamborghini útibúi. Síðan er bara að fjárfesta í góðum hjólalás.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is