*

Hitt og þetta 7. júlí 2005

Rekstrargrundvöllur Þróttar tryggður

Verulegar breytingar verða á fjárhagsstöðu Þróttar eftir að framhaldsaðalfundur félagsins samþykkti sölu húseignar félagsins til Reykjavíkurborgar. Félagið hefur húsið eftir sem áður til afnota næstu 30 árin - verður nú eftir söluna alveg skuldlaust og á að auki nokkurn varasjóð. Það var gamalkunnur Þróttari, Óskar Magnússon, sem kynnti samninginn við Reykjavíkurborg fyrir fundarmönnum í kvöld, en hann kom að samningagerðinni fyrir hönd Þróttar, stjórnarmönnum og framkvæmdastjóra til halds og trausts.

Í meginatriðum felur samningurinn í sér að Reykjavíkurborg kaupir Félagshús Þróttar og sér framvegis um viðhald þess að mestu leyti ásamt nauðsynlegum endurbótum. Hluti kaupverðsins verður greiddur út í peningum og verður sá hluti nýttur til að greiða upp allar skuldir félagsins, auk þess sem eftir stendur allnokkur varasjóður í peningum. Eftirstöðvar kaupverðsins fara til leigugreiðslu næstu 30 árin en félagið hefur eftir sem áður full afnot af húsinu þann tíma og forkaups- eða leigurétt að húsinu að þeim tíma liðnum.

Með tilkomu þessa samnings er ennfremur ljóst að Glímufélagið Ármann flyst einnig í Laugardalinn og fær að byggja nýtt íþróttahús austan við Félagshús Þróttar. Nýi samningurinn breytir hins vegar engu um afnot Þróttar af völlum og æfingasvæðum í Laugardalnum.

Guðmundur Vignir Óskarsson lét svo um mælt í ræðu sinni í kvöld að hann teldi samninginn fela í sér algeran viðsnúning á rekstrargrundvelli félagsins og að reksturinn ætti framvegis að geta staðið undir sér - en það er einmitt rekstur húss og mannvirkja sem undanfarin ár hefur reynst félaginu einna þyngstur í skauti.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is