*

Bílar 28. júlí 2018

Renault á fleygiferð

Renault Group verður efld í Frakklandi þar sem samsteypan hyggst fjárfesta fyrir meira en einn milljarð evra á næstu árum í samræmi við áætlun fyrirtækisins.

Renault er eitt af leiðandi fyrirtækjum í framleiðslu rafknúinna, léttra sendibíla í Evrópu og hyggst fyrrirtækið þróa stefnu sína í þeim málaflokki áfram með franska fyrirtækinu PVI, sem Renault keypti í byrjun síðasta árs, og auka þannig úrval slíkra atvinnubíla. PVI sem hefur langa reynslu af nýhönnun og breytingum á sendibílum þannig að þeir geti gengið á rafmagni eða jarðgasi í stað bensíns eða disilolíu eingöngu. Renault hefur ákveðið að margfalda fjárfestingar í rafbílaframleiðslunni m.a. í léttum sendibílum.

Renault Group verður efld í Frakklandi þar sem samsteypan hyggst fjárfesta fyrir meira en einn milljarð evra á næstu árum í samræmi við áætlun fyrirtækisins. Renault mun m.a. fjárfesta umtalsvert í verksmiðju fyrirtækisins í Maubeuge þar sem ný kynslóð Kangoo sendibílsins verður þróuð og framleidd, þar á meðal rafknúna útgáfa bílsins, sem er mest seldi rafknúni sendibíll í Evrópu.

Að sögn Carlos Ghosn, stjórnarformanns og forstjóra Renault, er áætlunin í samræmi við markmið fyrirtækisins að styðja dyggilega við bakið á iðnaðarframleiðslu Frakklands og tryggja áfram samkeppnishæfni og forskot Renault og samsteypunnar í heild á rafbílamarkaði þar sem vöxtur er stöðugur og vaxandi. Renault gerir ráð fyrir að ráða fimm þúsund nýja starfsmenn á árabilinu 2017-2019 og verja um 235 milljónum evra til starfsþjálfunar á sama tíma.