*

Bílar 13. janúar 2015

Rennilegur sportjeppi

Lexus NX 300h er nýjasta afkvæmi japanska lúxusbílaframleiðandans.

Róbert Róbertsson

Reynsluakstur á sportlegustu útgáfunni F-Sport gaf góð fyrirheit og það kom skemmtilega á óvart hversu sprækur hann var í snjónum og ófærðinni sem hefur gert landsmönnum lífið leitt í desember.

Bíllinn er með sterkan framsvip og þar spilar stórt snúðlaga grillið stórt hlutverk. Hann hefur talsverðan svip frá fólksbílnum IS 300h að framan nema hvað grillið á sportjeppanum er nokkuð stærra. Vítt hjólhafið og laglega hönnuð díóðuljósin gefa honum flott yfirbragð. Bíllinn er allur mjög rennilegur og sportlegur í hönnun.

Innanrýmið er fágað og flott í anda Lexus. Mikið af leðri og greinlegt að mikið hefur verið lagt í að gera innanrýmið sem glæsilegast. Meira að segja lykillinn er í leðurhulstri. Mikið er af stjórntækjum og tökkum eins og Lexus er þekkt fyrir og þeim er vel raðað upp. Það er klassi yfir þessu hjá Lexus og gerir það að verkum að sportjeppinn er mjög sjarmerandi í alla staði. Talsvert mikið er lagt í tæknibúnað og flottur skjár er á sínum stað sem býður upp á nýjustu tækni og möguleika til að vera tengdur við öll snjalltækin sem fylgja fólki í dag. Í NX er þráðlaus hleðsla fyrir snjalltækin sem og möguleiki á þráðlausu neti.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Lexus  • Lexus NX 300h