*

Bílar 10. júlí 2021

Aflmeiri Rexton

Suðurkóreski bílaframleiðandinn SsangYong kynnir til leiks nýjan og endurhannaðan 202 hestafla Rexton-sportjeppa.

Róbert Róbertsson

SsangYong hefur kynnt til leiks nýjan og endurhannaðan Rexton-jeppa. Nýi sportjeppinn var frumsýndur hjá Bílabúð Benna á dögunum.

Rexton er flaggskipið frá suðurkóreska bílaframleiðandanum og hefur leitt sókn SsangYong á markaðnum hér heima sem og erlendis. Nýr Rexton birtist nú endurhannaður að stórum hluta og er enn aflmeiri og tæknivæddari en áður. Rexton er með millikassa með læsingu og lágu drifi, driflæsingu að aftan. Hann er sjálfskiptur og með fjórhjóladrifi.

Bíllinn er með 2,2 lítra dísilvél sem skilar 202 hestölfum og 440 Nm í togi. Sportjeppinn er með 224 mm undir lægsta punkt þannig að hann getur farið út fyrir malbikið og leikið sér á mölinni. Eyðslan samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda er frá 8,2 lítrum á hundraðið og CO2-mengun er frá 215 g/km.

Stikkorð: SsangYong  • Rexton