*

Sport & peningar 23. júlí 2015

Reyna að sækja tæpar 65 milljónir

Gott gengi í Evrópudeildinni getur skilað íslensku knattspyrnufélögunum háum fjárhæðum.

Íslensku knattspyrnufélögin FH og KR freista þess að sækja sér rúmar 32 milljónir króna hvort í verðlaunafé með sigri í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

Liðin hafa bæði uppskorið u.þ.b. 60 milljónir króna fyrir þátttöku sína til þessa, en FH lagði SJK frá Finnlandi í 1. umferð og KR hafði betur gegn Cork frá Írlandi.

Liðanna bíður þó erfitt verkefni í kvöld, en þau leika bæði á útivelli. KR þarf að snúa við 1-0 tapi gegn norska liðinu Rosenborg og FH mætir til Baku í Aserbaídsjan með 2-1 tap á bakinu.

Spænska stórliðið Athletic Bilbao er næsti andstæðingur FH komist liðið áfram í kvöld.

Stikkorð: Knattspyrna  • KR  • FH  • Evrópudeildin