*

Ferðalög 19. desember 2018

Reynisfjara ein besta strönd í Evrópu

Reynisfjara í Vík í Mýrdal hefur verið valin ein besta strönd í Evrópu samkvæmt vefsíðunni flightnetwork.com

Reynisfjara í Vík í Mýrdal hefur verið valin ein besta strönd í Evrópu samkvæmt vefsíðunni flightnetwork.com. Íslenska fjaran vermir annað sæti listans en á toppnum trónir gríska ströndin Shipwreck Beach.

Á listanum má finna 50 bestu strandir í Evrópu en strandirnar eru metnar út frá fimm þáttum, meðal annars út frá ósnertri náttúru, gæðum, kyrrð og meðalhitastigi. 

Á síðunni er haft eftir Georg Haraldssyni hjá Iceland Travel að Reynisfjara sé ótrúlega fögur svört strönd á Suðurlandi. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is