*

Bílar 24. febrúar 2015

Reynsluakstur: Forsætisráðherrabíllinn

Það er merkilegt, að komi maður ekki beint frá því að keyra Fiat Uno eða álíka smábeyglu, þá venst maður stærðinni furðu fljótt.

BMW 7 línan hefur verið embættisbifreið forsætisráðherrans á Íslandi frá árinu 2004. Nýjasta kynslóðin af bílnum, sú fimmta í röðinni, kom á markað árið 2008.  Bíll forsætisráðherra er af eldri kynslóð, þeirri fjórðu.  

Við reynsluókum bílnum við venjulegar íslenskar vetraraðstæður. Mörgum þykja bílar í stærðarflokki Sjöunnar of stórir. Það er hins vegar merkilegt að komi maður ekki beint frá því að keyra Fiat Uno eða álíka smábeyglu, þá venst maður stærðinni furðu fljótt.

Allir skynjararnir sem nýjustu lúxusbílarnir eru búnir hjálpa vissulega og minnka óöryggi ökumanns. Sjöan er búin þriggja stiga stýringu þar sem ökumaðurinn getur valið stífleika fjöðrunar, skiptingu og inngjöf. Hægt er að fá enn fullkomnari stýringu sem aukabúnað.

Sjálfskipting í BMW er óþarflega flókin. Það tekur reyndar bara dagspart að venjast henni en við skulum ekki gleyma því hverjir eru líklegir til að aka BMW 7. Íhaldsmenn og íhaldssamir menn. Reyndar líka Jóhanna Sigurðardóttir um nokkurra ára skeið.

Aksturinn er mjög þægilegur. Bíllinn rásfastur og stífur án þess að það sé á kostnað þægindanna. Veghljóð er vart til að tala um þrátt fyrir að vetrardekkin séu undir.

Nánar er hægt að lesa um nýjan reynsluaksturinn í Bílar, fylgiriti Viðskiptablaðsins, sem kom út 12. febrúar. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: BMW 7