*

Bílar 24. september 2015

Mazda CX-5 er sprækur sparibaukur

Nýr Mazda CX-5 er er hinn sprækasti í akstri og með fína aksturseiginleika.

Mazda hefur verið að gera góða hluti upp á síðkastið og komið fram með góða og laglega bíla sem er gaman að keyra. Nýi CX-5 sportjeppinn frá japanska bílaframleiðandanum veldur ekki vonbrigðum. 

Mazda CX-5 AWD hefur fengið nýtt útlit bæði að innan og utan. Bíllinn er rennilegur og sportlegur ásýndar. Grill bílsins hefur einnig fengið sterklegra og fágaðra útlit og aftur- og framljós bílsins hafa verið endurhönnuð. Í þeim er nú LED lýsing sem gerir þeim kleift að lýsa inn í beygjur og gefa meiri birtu til beggja hliða.

Bíllinn er hinn sprækasti í akstri og með fína aksturseiginleika. Bíllinn er búinn nýrri kynslóð af hinu afar snjalla SkyActiv fjórhjóladrifi sem hefur komið mjög vel út. Þessi byltingakennda tækni Mazda nær fram hámarks nýtingu á eldsneyti án þess að fórna afli eða aksturseiginleikum og raunin er sú eldsneytiseyðsla bílsins er mjög lág. Stýringin er góð og sömuleiðis fjöðrunin. Bíllinn fór létt yfir hraðahindranir og aðrar ójöfnur. Aksturinn var ljúfur og þægilegur en samt sportlegur þökk sé prýðilegu aflinu og skemmtilegri fjöðruninni.

Nánar er hægt að lesa um nýjan reynsluaksturinn í Bílar, fylgiriti Viðskiptablaðsins, sem kom út 24 september. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Reynsluakstur