*

Bílar 30. september 2012

Reynsluakstur: Porsche Boxster S er magnað leiktæki

Það er mögnuð tilfinning að aka í Porsche sportbílum og hægt er að fullyrða að hann sé draumur hvers bílaáhugamanns.

Róbert Róbertsson

Akstur í þessum þýsku eðalsportbílum fær hárin til að rísa enda krafturinn og aksturseiginleikar einstakir. Ég reynsluók nýverið Porsche Boxster sem kom nýr á markað sl. vor. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum enda um magnaðan sportbíl að ræða.

Porsche Boxster er oft nefndur litli bróðir 911 bílsins. Þessi nýja útgáfa af Boxster er stærri og kraftmeiri en forverinn. Hann er aðeins tveggja sæta sem fyrr en það fer mjög vel um ökumann og farþega. Boxster kemur í tveimur útfærslum og ber sú öflugri stafinn S en honum var einmitt reynsluekið með miklum tilþrifum fyrir skemmstu.

Umfjöllun Róberts Róbertssonar um Porsche Boxter S má finna í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Stikkorð: Porsche  • reynsluakstur