*

Bílar 2. júní 2012

Reynsluakstur á þriðju kynslóð Volkswagen var ánægjuleg

Í ársbyrjun var ný Volkswagen Bjalla kynnt til leiks. Síðasta kynslóð Bjöllunnar kom fram árið 1998.

Róbert Róbertsson

Ný Volkswagen Bjalla var kynnt til leiks í byrjun ársins. Hér er komin fram á sjónarsviðið þriðja kynslóðin af einum allra vinsælasta og þekktasta bíl veraldar.

Saga Bjöllunnar spannar 78 ár en hún var fyrsti bíllinn sem Volkswagen (VW) framleiddi. Bjallan skráði sig á spjöld sögunnar með einstæðu útliti sem helst enn í dag þótt ferskleiki í hönnun og nýjar og kraftmeiri vélar hafi komið til sögunnar.

Ferdinand Porsche, sem hinir heimsþekktu sportbílar eru kenndir við, átti hugmyndina að ódýrum bíl fyrir almenning.

Þannig kom það til að Volkswagen Bjallan leit dagsins ljós árið 1934. 57 árum síðar, árið 1991 hleypti hönnunardeild VW í Bandaríkjunum af stað verkefni um hönnun nýs bíls sem skyldi vera nokkurs konar afturhvarf til fortíðarinnar en auk þess skyldi lögð ofuráhersla á sparneytni og vistvænar vélar.

Bjallan vekur eftirtekt hvar sem maður kemur og það fann ég þegar ég ók henni í þrjá daga um höfuðborgarsvæðið nýverið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Volkswagen