*

Bílar 26. maí 2013

Reynsluakstur: Traustur Tékki

Hinir tékknesku Skoda bílar hafa þótt traustir og hagkvæmir án þess að teljast beint spennandi.

Róbert Róbertsson

Nýr Skoda Octavia er að mati undirritaðs besti bíll sem tékkneski bílaframleiðandinn hefur framleitt, með betri aksturseiginleika og flottari hönnun en áður hefur sést frá Tékklandi. Bílnum var reynsluekið í Portúgal nýverið og kom hann vel út. Klárlega enn einn traustur Tékkinn og meira spennandi en áður.

Octavia er mest seldi bíll Skoda frá upphafi en alls hafa rúmlega 3,7 milljónir eintaka verið seldar um heim allan. Fáir bílar hafa slegið jafn rækilega í gegn á íslenskum bílamarkaði eins og Skoda Octavia gerði þegar sá bíll kom fram á sjónarsviðið í nóvember 1996. Þetta var bíll sem náði strax hylli kaupenda því hann þótti vera traustur og á góðu verði miðað við flesta keppinauta.

Þriðja kynslóð Octavia er fallegri í hönnun en mér finnst ég hafa séð áður hjá Skoda. Mun meira er lagt upp úr innanrými en áður og meðal valkosta sem eru í boði eru 20 cm snertiskjár, sem einnig er í boði í Golf og stórt rafdrifið sólþak. Framog hliðarsvipurinn finnst mér svolítið í ætt við Audi sem er gott og blessað enda ekki leiðum að líkjast.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.

Stikkorð: Skoda  • Skoda Octavia