*

Tölvur & tækni 20. júní 2014

Reynt að draga úr þjófnaði símtækja

Nú stendur til að innleiða tækni sem gerir stolin símtæki með Windows og Android stýrikerfi ónothæf

Stórfyrirtækin Google og Microsoft stefna að innleiðingu nýrrar tækni fyrir snjallsíma með Windows og Android stýrikerfi sem gerir það að verkum að erfiðara verður að nota stolin símtæki. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC.

Markmiðið með „kill-switch“ er að gera stolin símtæki ónothæf og þannig draga úr þjófnaði slíkra tækja. Þjófnaður símtækja hefur færst mjög í vöxt á síðustu misserum en tvöfalt fleiri tækjum var stolið í Bandaríkjunum árið 2013 en árið áður. Nú hafa stjórnvöld víða biðlað til tæknifyrirtækja að innleiða nýjungar sem draga úr vandamálinu og gera snjallsíma öruggari. Innleiðing Google og Microsoft er liður í því. Apple og Samsung hafa nú þegar innleitt sambærilega öryggistækni fyrir sín snjalltæki. 

Sérfræðingum greinir á um hvort hægt sé að gera símtæki ónothæf án þess að eyðileggja þau endanlega. Einnig telja sumir að hakkarar geti komist framhjá öryggistækinu. Ýmsar tölur benda þó til þess að þjófnaður á Apple símtækjum hafi dregist talsvert saman eftir að fyrirtækið innleiddi öryggistæki sem gerir þjófum erfiðara fyrir að nota símtækin. 

Stikkorð: Android  • Windows