*

Menning & listir 28. október 2012

Richter malar gull

Verðmet var sett með sölu abstraktverks Gerhard Richter á uppboði Sotheby´s. Verðmiðinn varð 21,3 milljónir sterlingspunda.

Abstraktverk eftir Gerhard Richter seldist á uppboði hjá Sotheby‘s um daginn fyrir 21,3 milljónir sterlingspunda og varð þar með dýrasta verk sem selst hefur eftir núlifandi listamann. Richter, sem er áttræður Þjóðverji, er einna helst þekktur fyrir ljósmyndaraunsæ málverk en abstraktverk hans hafa notið vaxandi vinsælda á listmarkaðnum.

Þann 12. nóvember næstkomandi er von á að samskonar verk eftir Ricther prýði samtímalistasölu Sotheby‘s í New York og eru allar líkur á því að það muni ekki valda seljendum þess vonbrigðum.

Stikkorð: Gerhard Richter