*

Tölvur & tækni 4. október 2017

RIFF og TVG-Zimsen í samstarf

TVG-Zimsen mun sjá um alla flutninga fyrir Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar RIFF sem nú stendur yfir í Reykjavík.

Þetta er í fjórtánda skipti sem RIFF er haldin hátíðleg. Um 100 myndir frá um 40 löndum verða sýndar á hátíðinni en auk þess eru fjöldi viðburða sem tengjast henni.

,,RIFF er einn stærsti og fjölbreyttasti menningarviðburður á Íslandi og ein af fáum, formlegum borgarhátíðum Reykjavíkur. Við erum stolt af því að styðja við bakið á hátíðinni með því að sjá um alla flutninga, tollamál og fleira sem fellur til fyrir hana. TVG-Zimsen hefur mikla reynslu af viðburðarflutningum um allan heim og hefur unnið mikið fyrir kvikmyndageirann. Þetta er nokkuð umfangsmikið verkefni enda er hátíðin um alla borg og það þarf að flytja ýmsan varning á milli fjölda staða, á sýningar, málþing og ýmsa sérviðburði og hóf sem tengjast hátíðinni. Það er skemmtilegt að taka þátt í þessum mikla menningarviðburði sem setur unga kvikmyndagerðarmenn og framsækna alþjóðlega kvikmyndagerð í forgang," segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen.