*

Menning & listir 12. apríl 2021

Rifjar upp Kaupþings auglýsingarnar

John Cleese minnist auglýsinga sem hann tók þátt í fyrir Kaupþing árið 2006 þar sem hann gerði grín að fámenni Íslendinga.

Grínistinn heimsþekkti John Cleese rifjaði upp á Twitter um helgina auglýsingar sem hann birtist í fyrir Kaupþing á árunum 2006 og 2007. Nokkur fjöldi hefur þegar brugðist við auglýsingunni en Cleese er með yfir 5 milljónir fylgjenda á Twitter.

Auglýsingin var frumsýnd á gamlárskvöld á RÚV árið 2006, áður en áramótaskaupið hófst, í tilefni af nafnabreytingu bankans úr KB Banka í Kaupþing á ný.

Í auglýsingunni er gert grín að því hve fámenn íslenska þjóð sé og endar Cleese á að spyrja hvers vegna verið sé að gera auglýsingar yfir höfuð og ekki sé einfaldlega hringt í alla Íslendinga.

Þorsteinn Guðmundsson kom að gerð auglýsingarinnar fyrir auglýsingastofuna Ennemm og talar við Cleese í auglýsingunni þó hann birtist ekki í mynd. Þorsteinn sagði við Morgunblaðið árið 2007 að komið hafi á óvart hve sanngjörn verðlagning Cleese var. Líklega hafi hjálpa til hve smár hinn íslenski markaður sé. 

Þá sagði Þorsteinn auglýsinguna hafa verið tekna upp í húsnæði sem áður var í eigu Frank Sinatra í Hollywood.

Cleese birtist í nokkrum sjónvarpsauglýsingum fyrir Kaupþing til viðbótar. 

 

Stikkorð: Kaupþing  • John Cleese