*

Matur og vín 18. nóvember 2012

Rígbundinn kjúklingur

Bókin Fifty Shades of Chicken er troðfull af uppskriftum í anda Christian Grey.

Skáldsagan 50 Shades of Grey hefur víða vakið athygli fyrir ítarlegar og ítrekaðar lýsingar á svokölluðu BDSM kynlífi, þar sem söguhetjan er rígbundin. Grínkokkabókin Fifty Shades of Chicken er nú komin út og má finna í henni fjöldamargar uppskriftir að mismunandi kjúklingaréttum sem allir bera heiti sem vísa í upprunalegu bókina.

Þar á meðal eru drjúpandi kjúklingalæri, beikonbundnir kjúklingavængir og sinnepsflengdur kjúklingur. Höfundur bókarinnar hefur ekki viljað koma fram undir nafni og ekki er víst að bókin komi út á íslensku.